Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Vorum sko lengi að ná þessu hori úr drengnum en nú lítur út fyrir að það hafi allt skotist yfir í systur hans...hmmm ekki mjög gott mál. En Ársól er svo hraust að hún hlýtur að verða snögg að hrista það af sér. Trúi ekki öðru.

mikið um að vera,
allir eru að bera,
ég hef ekkert að gera
sit bara og tera...

Kom bara svona rosalegur ljóð-andi yfir mig allt í einu var að senda frá mér eina stöku....hihi kannski fer ég að koma með fyrri parta og sé svo hvort þið getið botnað. Finnst ykkur ég samt ekki bara upprennandi ljóðahöfundur. kannski get ég gert mér einhverjar tekjurúr þessu, þá þarf ég ekki að fara vinna alveg strax.

Já já alveg getur maður bullað út í eitt. Drengurinn sefur út í eitt og mamman í einhverju rússibana hérna í tölvunni. Hvers á hann að gjalda greyið. Er að fara í strætóferð á eftir að sækja bílinn minn og svo er bara ljósmyndun. Gaman af því.

Veriði hress, ekkert stress, bless bless (ok ok þessi var stolinn ég veit!!)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim