Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, júní 11, 2006

langt síðan síðast...

Við Ársól og litli maður fylgdum á hæla Gumma og fórum til Íslands, fórum til þess að kveðja hann afa kallinn. Svo nú er sá litli búinn að prófa ýmislegt, fara í lestarferðir, millilandaflug, bíltúr á Hornafjörðinn aðeins mánaðar gamall. Bæði lestarferðin, flugferðin og bílferðin gengu vonum framar og lítur út fyrir að drengurinn sé ferðalagagaur fram í fingurgóma.

Fjörðurinn kenndur við Horn skartaði sínu fegursta gamla manninum til heiðurs og það er svo sannarlega fallegt þar og ekki síst þegar veðrið leikur á alls oddi, mig er farið að hlakka til að flytja heim og geta skroppið oftar austur og andað að mér fjöllunum þar.
Fjölskyldan mín hittist öll, og við systkinin höfum ekki verið öll saman komin í hæðargarðinum síðan 1994, vááá svakalega er langt síðan. En það hefur lítið breyst annað en að barnabörnunum hefur fjölgað talsvert á þessum 12 árum...já eða frá því að vera 0 og upp í 10, og geri aðrir betur!! Svo það var ansi mikið um að vera í Hæðagarðinum og Stórhóll var mikið notaður, og þetta ofurstóra Fjall var klifið oft af yngri kynslóðinni. Ferðalagið til danmerkur gekk hræðilega, og það er ekki ýkt. Fluginu var seinkað um 3 og hálfan tíma og vorum við orðin ansi þreytt þegar við komum til Kastrup, en þá var eftir tveggja tíma ferð með lest til Odense...eða það héldum við! Kom í ljós að það var eldur í göngunum svo við þurftum að slefa öllu dótinu okkar og hálfsofandi börnum úr lestinni yfir í rútur sem flutti okkur yfir brúnna og þaðan aftur úr rútunnin og yfir í nýja lest....púfff hvað við vorum orðin þreytt þegar við komum heim í hús kl fjögur um nótt, eftir sannarlega langt og strangt ferðalag. Fengum okkur að borða því það voru allir orðnir sársvangir enda var ekki selt neitt um borð í lestinni, ekki einu sinni vatn! Sváfum síðan vært langt fram á næsta dag.

erum búin að vera í rólegheitunum síðustu daga, og haldið okkur heimavið og ég og litli maður höfum verið mikið innivið því hitinn úti er búinn að vera frá 24°C - 28°C og eru sumir ekki par hrifnir af þessari blíðu. hann liggur núna í vöggunni á bleyjunni einni fata og er farinn að rumska,....svo það er best að kíkja á hann.
Læt ekki líða svona langt þar til næst....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim