Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, júní 16, 2006

Kveðjustund

Nú styttist óðum í kveðjustund /ir og í gær héldum við smá kveðjuveislu fyrir stelpurnar í bekknum hennar Ársólar. Fórum með þær í Friluftsbadet og vorum þar heilan dag í sól og blíðu. Fengum pizzur, ís, flödeboller og nammi. Þær skemmtu sér konunglega í sunlaugunum og rennibrautunum og við llágum og sóluðum okkur í blíðunni. Ekki slæmt. Hún fékk síðan bók frá bekknum þar sem allir krakkarnir höfðu skrifa eitthvað sætt til hennar, fékk eiginlega bara tár í augun þegarég var að lesa þetta. Ferlega sorglegt eitthvað.

Í dag fór ég síðan niður á KKA þar sem ég var að vinna á spítalanum til þess að kveðja áður en fólk fer í sumarfrí, það var rosa gaman að koma aftur en ferlega leiðinlegt að vera að kveðja. Kom reyndar í ljós að Svargo ætlar að koma til Íslands í ágúst og ætlar þá að kíkja á okkur í leiðinni, hinir láta vonandi sjá sig einhverntímann seinna. Á leiðinni heim úr heimsókninni kom hellidemba og ég var orðin gegnumblaut loksins þegar ég komst heim og það var varla þurr þráður á mér! Púha.

En ég var að setja inn nokkrar myndir af prinsinum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim