Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, apríl 30, 2006

1. maí

Er ekki örugglega frí í dag hjá öllum. Mér finnst að það ætti líka að vera frídagur hjá okkur, öfund öfund.

Erum búin að úthýsa Óskari, æjjjj greyið hann var látinn sofa úti í garði í nótt. Fór og kíkti á hann áðan og það leit út fyrir að þetta hefur verið blaut og köld nótt hjá honum. Hann var allur úfinn og ritjulegur. En hann verður örugglega búinn að hrista þetta af sér innan tíðar, þar sem við fluttum búrið hans út í sólina.

Helgin var tíðindalítil, Ársól fór í bíó með íslensku bekknum sínum - það eru þau börn sem eru í móðurmálskennslu í provstegaardskólanum, þeim var öllum boðið að koma í bíó og sjá Ice Age II. Var víst rosa gaman-fullt af nammi og alles. Kláruðum að flísaleggja og gærdagurinn fór bara í eitthvað hangs!! Ekkert fréttnæmt.

Svona er það í pottinn búið hérna af Ivarsvej hilsen Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim