Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júní 28, 2005

Mikið var nú hressandi að fá gesti.

Vala, Steini, Elísa og Lára komu til okkar á fimmtudagskvöldið, eftir að hafa tekið langþráð spjall gat Vala auðvitað ekki stillt sig og gerði óspart grín af okkur hvað við tölum asnalega.......hva meinar konan eiginlega með þessu!!! Málið er bara að þegar maður er að tala við fólk hérna þá tekur enginn eftir því þótt maður mixi dönskunni saman við, en þau tóku svo sannarlega eftir þessu. Við hljómum eins og sá sem fór til Ameríku í 3 mánuði og kom ótalandi á íslensku tilbaka.... Nei en annars er ég búin að vera að vanda mig óstjórnlega mikið eftir þetta grín og það er nú ekkert auðvelt. Nú verður tekið átak í réttri íslensku og mamma á örugglega eftir að taka okkur smá í gegn þegar við komum heim í sumar.

Auðvitað var stanslaust prógram um helgina og náðum við ótrúlega miklu. Fórum í rennibrautagarð í 30 stiga hita og það var yndislegt að kæla sig niður í lauginni, brenndum yfir grænsann og náðum okkur í ölbirgðir og nautakjöt með meiru. Fórum í Ljónagarðinn annan daginn og grilluðum geggjuð svínarif í kvöldsólinni innan um ljón, apa og gíraffa. Létum síðan sólina baka okkur á ströndinni við Hasmark. Fólk var því ansi vel sólað og útiveðrað eftir helgina. Gummi er ansi vel sólbrunninn á bakinu, er eiginlega ´sjálflýsandi!! Ég hinsvegar er ekki skaðbrunnin(ótrúlegt en satt) erbara með endalaust margar freknur sem hljóta bráðlega að vaxa saman.

Þetta var frábær helgi og verður pöntuð aftur við fyrsta tækifæri, takk fyrir komuna krakkar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim