Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, mars 10, 2005

Áááááááááá mér er svo illt í tönnunum mínum...nei ég meina höndunum mínum.

Dííí maður lifandi, ég fór á mína fyrstu blakæfingu í gær og áááóóóííí hvað það er vont, hvernig dettur fólki í hug að spila blak.... Ekki spyrja mig. Þetta var tveggja og hálfs tíma æfing bæði með strákum og stelpum svo það var svo sannarlega tekið á því. Held ég sé að verða of gömul fyrir svona sprikl. Lenti fyrst í liði sem var nú ekki að fýla það að hafa svona nýliða með sér, en síðan komst ég í "betra" lið fólk sem var bara að hafa gaman af þessu en ekki í keppni...það var rosa gaman og ég er alveg að fýla þetta. Ætla sko pottþétt að mæta aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim