Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Blautt blautt blautt

jábbs það er allt rennblautt hérna, hjólaðði í vinnuna í morgun og núna sit ég frjósandi úr kulda....arrrr þoli ekki rigningu þegar maður er ekki í almennilegum pollagræjum. Núna eru gallabuxurnar mína á ofninum...nei ég sit ekki hérna á naríonum. Var svo heppin að taka með mér íþróttafötin...var að láta mig dreyma um að ég yrði svo dugleg að ég myndi nenna í ræktina... sjáum til með það. Allavega þá er orðið ansi þungt loft hérna inni þar sem ég er búinn að setja rafmagnsofninn í botn og rennblautar buxur liggja ofaná honum plús allt annað sem´náði að gegnum bleytast á þessari örstuttu leið...

Sædís vinkona mín var að eignast litla stelpu, hún fékk nafnið Sóllilja Björt. Til hamingju með stelpuna og nafnið krakkar.

Við Ársól erum búnar að vera heima í 2 daga, Ársól var með einhverja hitalufsu sem var samt eiginlega ekkert, en ég kunni nú ekki við að senda barnið í skólann með 38 °C. Svo við höfðum það eiginlega bara gott heima Ársól að leika sér og ég eitthvað að brasa og tala í símann.....dóó hvað ég get tapað mér í símanum.... Eins gott að Gummi frétti þetta ekki!

heyrumst síðar

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim