Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Tí hí tí berrassaður kall í sundi

já það er ekki að því að spyrja hvað það er alltaf gaman að fara í sund. Í þetta sinn héldum við til Nyborg þar sem maður kemst í næstum svona íslenska sundlaug. Þegar við mættum á svæðið var Ársól auðvitað svöng svo það var byrjað á því að setjast niður og næra sig, á meðan á því stóð fer Gummi að fylgjast með kalli sem kemur labbandi meðfram allri sundlauginni (framhjá fullt af fólki) svo spyr hann mig hvort maður megi vera nakinn í þessu sundi? og í því kíki ég á kallinn og hann er að fara að stinga sér en tekur þá eftir því að hann hefur gleymt að fara í skýluna og hleypur inn í klefa aftur. Eftir smá stund kemur hannaftur kominn í þessa fínu sundskýlu. Ohhh vá hvað hann hefur verið utanvið sig maðurinn. Bara eins og einn kennarinn minn sem kom með skólatösku dóttur sinnar í skólann!! Svona getur gerst en við hlógum innilega að berrassaða kallinum.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim