Skringilegt andrúmsloft, vægast sagt.
Já það var mjög skringilegt andrúmsloft í vinnunni hjá mér í dag. Við vorum að fá fyrstu fínnáls biopsiurnar okkar, mættum upp á mammary deild þar sem konur eru rannsakaðar og það er tekið úr þeim brjóstakrabbameinssýni. Konurnar fá jafnframt að vita það þarna á þessum tímapunkti að þær gætu verið með krabbamein. Þegar við komum inn hjá þeirri fyrstu var hún skönnuð og fékk að vita að þetta væri ekki krabbamein og ´það var auðvitað þvílíkt móment, hún og maðurinn hennar fóru að gráta og ég var næstum farin að gráta með þeim. Fannst þetta vera nú heldur of mikið fyrir mig. En frábærar fréttir fyrir sjúklinginn og við fengum ekkert sýni í þetta sinnið. Púff hvað þetta er erfitt að horfa upp á fólk sem er að bíða eftir niðurstöðu, og við að bíða eftir að geta fengið sýni úr henni ef hún er jákvæð. Leið eins og hrægammi, æjjj þið vitið hvað ég meina. Ég er fegin að vinna ekki mikið nálægt sjúklingum því þetta tekur ekkert smá á. Þá er nú betra að hýrast inn á litla labbinu sínu og sulla saman einhverju sniðugu. Í lok dags fengum við svo sýni, við Mads löbbuðum hálf lúpuleg inn á okkar rannsókn eftir tilfinningalega erfiðan vinnudag. En svo er bara að fara að skoða þetta sýni og prófa það. Gaman gaman.
Ársól nennti ekkert að koma með mér heim svo hún fékk að fara heim með Birgittu að leika, þegar við hittum hana í Fötex.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim