Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, nóvember 14, 2003

Pizza pizza pizza...

er einmitt núna að bíða eftir föstudagspizzunni minni, haldið þið að það sé Hróa-pizza nei, Dominos-pizza neeeeiiii......er það Pizza hut pizza...............NEIIIIII það er ala'Gummi pizza, namm namm. Verð ennþá svengri þegar ég skrifa þetta.

Annars þá er kominn hefðbundinn föstudagur, vakna 6:15, hjóla eins og vitleysingu til að mæta á réttum tíma kl 7, hlaupa inn í Gasa og get varla sagt góðan dag því ég er svp móð.....svef aðeins of lengi. Vinna eins og fáviti til 14, rökræða við vinnufélagana um skaðsemi reykinga enn eina ferðina en þeir eru ekki enn að ná þessu, reyna eftir fremsta megni að sannfæra mig um að það séu ekki reykingarnar sem eru að drepa fólk heldur óbeinar reykingar (standa fyrir framan mig og púa reyknum framan í mig............) Fylla töskuna af grænmeti og ávöxtum, komst reyndar ekki allt svo ég var með tvo auka poka að hjóla með heim( upp helv bolbro brekkuna) sækja Ársól í skólann og labba heim, taka til, hjálpa Gumma við að gera pizzuna (bara smá)..og eftir 5 mín að borða PIZZUNA. Einmitt svona er venjulegur föstudagur hjá okkur. Gummi er að fara á karlakórsæfingu á eftir, þar sem karlakórinn RASSKINNAR ætlar að æfa vel valið lög. Þegar hann kemur heim (sem ég vona að verði ekki seint ætla ég að skreppa í saumaklúbb. Gaman gaman. Föstudagar eru í uppáhaldi hjá mér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim