Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, október 27, 2003

Vá hvað maður er nú latur að skrifa, nú er kominn þessi fíni mánudagur og þad er strax farið að skipurleggja næstu helgi. Áetlum að reyna að smala saman öllum íslendingunum hérna á RRK og hafa siðbúið haustgrill. Strákarnir eru svo svakalega hraustir að þeir fara nú létt með að standa yfir grillinu á meðan við sætu stelpurnar hlýjum okkur í músikhúsinu. En þetta er ekki ákveðið ennþa en kemur bara í ljós.

Helgin var nú bara róleg að vanda, fór a þorrablótsfund á föstudagskvöld og spjallaði vað fólkið þar, leggst bara rosa vel í mig. Flottur og skemmtilegur hopur. Farið að hlakka strax til að borða hákarl og annað góðgæti ummm.

Kíktum á Gunni og Kela á laugardagskvöldið skoðuðum flotta borðstofusettið sem þau voru að kaupa sér fyrir eiginlega engann pening. bara klink. Rosa flott, væri til í að detta niður á svona þegar ég verð komin i einbýlishúsid...................

Á sunnudaginn fórum við upp í hús og gerðum það klárt fyrir veturinn. Fórum svo til Sigurrósar og Ingva og trufluðum Ingva þar sem hann var að hamast við að vera í þynnku. Borðum pönnsur og slæptumst. Notarlegt. Og áður en við vitum af verður komin helgi aftur, Skemmtilegt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim