Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, október 15, 2003

Jæja þá erum við bara þrjú í kotinu, gestirnir farnir buhuuu, vona að þau komi fljótt aftur. VIð höfum sko fengið að knúsa litla Fjalar endalaust og það er sko ekki leiðinlegt. Bara endalaust hægt að knúsa þetta kríli sem brosir alltaf.

VIð erum búin að þræla gestunum út eins og er venjan á þessu heimili. F'orum með þau út að hjóla og þá var Fjalari Hrafni bara pakkað ofan í hjólavagninn, fór reglulega vel um hann þarna. Á sunnudag fórum við í langann hjólatúr og skoðuðum Odense, vorum örugglega í 4 tíma á þessu hjóleríi. Ársól stóra frænka hjólaði langleiðina en þegar var verið að leggja af stað heim á leið fékk hún að skríða upp í stólinn hjá pabba sínum sem er nú orðinn frekar lítill enda stelpan orðin svo stór. En hjólinu hennar var bara parkerað aftan á hjólavagninn og greyi Þórir þurfti að hjóla með allan farangurinn upp helv...Bolbro-brekkuna. Við erum nefnilega svo heppin að hafa eina væna brekku á leiðinni hingað heim.

Annars erum við búin að hafa það hrykalega gott. Takk fyrir heimsóknina krakkar, vona að þið verðið fljót að jafna ykkur svo þið getið komið fljótt aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim