Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júní 24, 2003

Gummi ýkt duglegur

Hann er það stundum strákurinn, þegar hann tekur sig til og núna er hann einmitt rosa duglegur, hann er að hengja upp rimlagardýnur fyrir stofuna hjá okkur. Svo Portnerarnir sjái ekki þegar þeir ganga HÆGT framhjá, hvað við erum með ótrúlega mikið af ólöglegum varningi hér inni, við erum nefnilega með uppþvottavél, þvottavél og ýmislegt fleira sem notar rafmagn sem þeim finnst ekki vera mjög sniðugt!! En hver fer eftir þessum reglum þeirra???? Ekki við allavega.

Núna er afmælishryna að ganga yfir, Pétur tengdó í gær ( man samt ekki alveg hvað þú ert gamall !) þannig að Pétur til hamingju með afmælið í gær, svo er Helga systir á morgun, hún litla systir mín og í eina viku nær hún að vera jafn gömul mér....... okkur fannst þetta ekkert smá merkilegt þegar við vorum litlar. Svo er stórafmæli hjá Eyrúnu mákonu 27. júní, stelpan verður 30. ára.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim