Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, ágúst 08, 2008

Logn og blíða hér á bæ

Líður dagur og ár á milli þess sem eitthvað er skrifað hér inn, enda ekki mikið að frétta. Erum alltaf upp í húsi...daaa ekki nýjar fréttir. Erum að setja upp milliveggina þessa dagana og von mín um klósett er í sjónmáli. Get ekki beðið eftir að geta hætt að fara í Húsasmiðjuna og nota klósettið það, þó að þar sé fínasta aðstaða fyrir húsbyggjendur í spreng!!

Tókum reyndar forskot á flutninga og sváfum eina nótt upp í húsi um síðuast helgi. Það var ljúft, bjuggum um Pésann á tveimur stólum og þar svaf hann eins og steinn. Við gömlurnar sváfum bara á gamla rúminu okkar og þá rifjaðist það upp fyrir mér hvers vegna við fjárfestum í nýju rúmi síðasta vetur.

Ég er að komast inn í nýju vinnuna smá saman og líst bara nokkuð vel á þetta allt. Verst hvað það er alltaf góður matur í hádeginu...maður þarf alveg að hemja sig....

svoooo það er allt í góðum gír hérna megin helgin framundan og planið er að smella nokkrum veggjum upp já og jafnvel einangrun ef vel gengur.

kvað að sinni

2 Ummæli:

Þann 11 ágúst, 2008 , Blogger Ofurpési sagði...

Gaman að heyra að það gengur vel. Við þurfum endilega að leyfa voffunum okkar að hittast fljótlega :)

 
Þann 11 ágúst, 2008 , Blogger Freyja sagði...

Já ekki spurning Pétur, hún er búin að vera í einangrun hjá okkur frá því að við fengum hana vegna parvo en fær síðustu sprautuna eftir viku og fær þá loksins að fara út og hitta aðra hunda, held að það verði mikil gleði! Þið megið endilega droppa við upp í dal. kv Freyja

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim