Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, október 26, 2007

Hjem igen...

Danmörkin var alldeilis dejlig heim að sækja. Fórum líka til Odense og fengum algjört flash back....það var ekkert breytt á Ivarsvej né upp í koloni...dótið okkar sem við skildum eftir var enn á sínum stað og það var eins og við hefðum ekkert farið. Dýrin í dýragarðinum voru alveg eins sæt og síðast og Bilka var að sjálfsögðu á sínum stað. Eina sem vantaði að við gátum ekki keypt okkur pylsuhorn í Fotex og ekki heldur ekta danska jarðaberja snittu....gerum það bara næst. Vorum á geggjuðu bed & breakfast þar sem húsfreyja bjó til nýpressaðan eplasafa með myntu og baka bollur handa gestum sínum. Milli þess jógaði hún á stofugólfinu og spilaði á píanó með Ársól.

Ársól fór í skólann sinn og hitti alla gömlu félagana, fór með þeim í klúbbinn og lék sér með stelpunum. Danskan var smá ryðguð í fyrstu en eftir fyrsta daginn var þetta allt komið á sinn stað.

Komum þreytt en alsæl heim á miðvikudag og var Pésinn sá eini sem var dauðfeginn að komast í rútínuna...hljóp inn til dagmömmunnar. Svona vill hann hafa þetta ekkert ferðarugl daginn út og inn.

Vona að þið eigið aldeilis góða helgi....

1 Ummæli:

Þann 10 nóvember, 2007 , Anonymous Nafnlaus sagði...

ISS...það er nú ekki mikill Miðskers maður í þessum Pésa. Rútína...puh!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim