Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, maí 15, 2006

Daginn daginn, helgin búin og það er kominn mánudagur

Fengum þrælana okkar í heimsókn um helgina og þeir fengu svoleiðis að kenna á því. Helga og Fjalar voru látin vinna og vinna og vinna. Held þau komi bara ekkert aftur í heimsókn til okkar eftir þessa útreið. Þegar þau komu þurftu þau að þrífa allt hátt og lágt í kjallaranum svo væri hægt að sofa þar, síðan var farið upp í koloni have og þar tók Helga á honum stóra sínum, sló garðinn, bar á, reytti arfa og þvoði og skrúbbaði. Það veitti ekkert af svo tiltekt, það var allt gjörsamlega í rúst. Það eina sem ég gerði var að gefa brjóst og grilla pylsur, en var samt alveg búin á því þegar við komum heim seinnipartinn. Sá Gumma eiginlega ekkert um helgina þar sem hann er alveg á lokasprettinum í lokalokalokaverkefninu sínu, púha að þetta klárast bráðum. Sá aðeins í hann kl sex þegar Tralli var að drekka og Gummi var að tía sig af stað í skólann. Ekki gaman af þessu.

Er að bíða eftir ljósunni að hún komi til þess að vikta prinsinn, læt ykkur vita hvað hann viktast. Var líka að setja inn nýjar myndir.

Kv Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim