Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, mars 03, 2006

Long time

Er búin að vera í löngu blogg fríi og er eiginlega búin að gleyma hvernig maður fer að þessu... Þurfti að fletta lykilorðinu upp og nú veit ég ekkert hvað ég á að skrifa loksins þegar ég er komin inn á síðuna. Við mæðgur erum annars komnar heim af Íslandinu góða þar sem ýmislegt var brallað, sofið fram eftir á hverjum degi og haft það hrykalega gott. Hittum fullt af skemmtilegu fólki og borðuðum fullt af al-íslenskum mat.

Ferðin heim var heldur betur dramatísk, og ég vill helst ekkert vera að hugsa um hvernig þetta hefði getað farið en púff ég get ekki skrifað það núna en ég geri það kannski seinna.

Ársól er búin að vera lasin frá því að við komum heim, var reyndar búin að næla sér í þessa pest áður en við fórum en varð síðan mjög slöpp á leiðinni, 40 stiga hiti, hósti og allur pakkinn. Langt síðan hún hefur tekið veikindin út svona verklega, en þetta er allt að lagast núna og hún er bara hálf drusluleg í dag. En við stefnum á að vera komin á ról á sunnudag, alls ekki seinna. Þá fer lífið kannski að komast í rétt horf aftur.

Jæja það er réttast að byrja hægt í blogginu svo við látum þetta gott heita héðan af Ivarsvej.

kveðja Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim