Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Skapið aðeins betra í dag en það var í síðustu færslu!!

er búin að pakka niður í þrjár töskur og er núna að þvo restina af því sem við mæðgur ætlum að taka með okkur til Íslands. Ætlum nefnilega í "smá skreppitúr" til Íslands, átti nú upphaflega bara að vera rétt um viku en síðan er vikan búin að teygjast aðeins og nær nú yfir í 19 daga. Og þegar maður fer í svona skreppiferð þá þarf maður svoooo mikið af dóti og Eydís er búin að hóta mér því að hún sendi okkur með fyrsta flugi tilbaka ef við komum ekki með nóg af hlýjum vetrarfatnaði....svo ég þori ekki öðru en að pakka öllum græjunum niður, vil ekki vera send heim strax og þetta er ekkert smá mikið.

Ætli sé ekki best að halda áfram og finna kuldaskóna og snjógleraugun!!

Hilsen og við sjáumst á Íslandi

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim