Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, janúar 11, 2006

kanína til sölu kostar eina tölu

Ohhh hann er ekkert smá erfiður þessi unglingur á þessu heimili og þá er ég ekki að tala um krakkabarnið sem er átta ára og ekki heldur kallabarnið sem er um "tvítugt", heldur um bévítans kanínukallinn sem er orðin alvarlega kynþroska og við fáum svo sannarlega að kenna á því þessa dagana. Hann er svo skapvondur að það nær ekki nokkurri átt og svo er röddin farin að breytast, tístið er búið að breytast í dimmraddaða rödd sem missir annað slagið úr tón...er sem sagt kominn í mútur greyið. Síðustu leiðindi hans var að naga í sundur internetsnúrunu...arrrg akkurat þegar ég var í mjög mikilvægri surfun á netinu... Eftir að skutla kanínuskömminni út í sólstofu upphófust snúruviðgerðir. Hringdi reyndar eitt örstutt símtal í Gumma til að ganga úr skugga um að það væri nú örugglega ekkert rafmagn í svona snúru sem ég gæti fengið stuð af, og hann fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur...svo hófst viðgerðin...bíddu þetta virðirst alltaf vera svo einfalt þegar Gummi gerir þetta...hmmm en ekkert mál grænn og grænn saman, hvítur og hvítur o.s.fr.v en hvernig á maður að ná þessu gúmmí af vírunum, dem maður alltaf eitthvað vesen. En að lokum tókst viðgerðin og snúran er að vísu tveimur metri styttri núna þar sem ég þurfti nokkrar tilraunir við þetta en netið virkar það er fyrir öllu....því maður verður nú að geta surfað svolítið þegar maður er svona heimavinnandi húsmóðir, rétt á milli þess sem maður bakar bollurnar og straujar skyrturnar af manninum!! Eigið góðan og gleðiríkan dag ég er að fara að leira með stelpunum, eigum örugglega eftir að gera eitthvað rosalega kreativt í dag.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim