Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, janúar 07, 2006

Ég er greinilega algjör pempía.

Ég fór á opið hús hjá Paarup aftenskole sem er með ýmis skemmtileg námskeið sem mér hefur alltaf dreymt um að gera, svona eins og keramik, ljósmyndun, design, teikning og málun og fleira og fleira. meðan ég rölti þarna um ein í mínum hugsunum þá brá mér heldur betur í brún þegar ég kom inn í teiknistofuna. Fyrsta sem ég sé er fullt af fólki vera að teikna og þegar ég fer að horfa eftir því hvað fólk er að teikna verður með litið upp og þarna stendur hann í öllu sínu veldi alsber gamall kall...........já flestu átti ég nú von á að sjá en kannski ekki berstrípaður kall!!! Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og enn síður hvert ég átti að horfa, það er náttúrulega þvílíkur dónaskapur að stara beint á alsbera kallinn, og líka dónalegt að rjúka út, svo ég tók á það ráð að horfa smá á teikningarnar og reyna að stara ekki á kallinn og laumaði mér síðan út. Leið hálf asnalega að mér hafði brugðið svona en ég átti bara alls ekki von á þessu. Skoðaði hinar stöðvarnar með hálfum huga og dreif mig síðan bara heim og er enn að reyna að má þessa mynd út úr hausnum á mér, á örugglega eftir að dreyma alsbera gamla kalla í nótt.....

góða nótt...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim