Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 15, 2004

Hún er sjö ára í dag, hún er sjö ára í dag, hún er sjö ára hún Ársól, hún er sjö ára í dag!!! húrra húrra

Núna á ég þvílíkt stóra stelpu, held að hún hafa vaxið um 8 cm síðustu nótt og kannski gott betur. Í dag var haldin afmælisveisla upp í kolonihave fyrir stelpurnar í bekknum, og þetta var svo sannarlega stelpupartý, þvílíkur hávaði og píkuskrækir í þeim.

En það voru grillaðar pylsur, borðaðar kökur, farið í leiki og haft það skemmtilegt. Fórum í fjársjóðsleit sem er að verða árlegur viðburður hérna hjá okkur. Þær skemmtu sér rosa vel og voru orðnar vel æstar þegar fjársjóðsleikurinn stóð sem hæst. Þegar ég var að fela vísbendingarnar tók ég eftir því að það var einn maður sem fylgdist grannt með mér, það var kennski ekkert skrýtið því ég gekk um með hvít bréf og límband og var að basla við að líma eitt bréfið undir bekk sem stendur nálægt garðinum okkar. Auðvitað hefur kallinn haldið að þarna væri díler á ferð, felandi efni hér og þar. Ég gat því ekki annað en labbað til hans og útskýrt hvað ég var að gera!! Svona svo hann myndi nú ekki fara að senda lögguna á mig.

Nú er afmælisbarnið steinsofnað ánægt eftir frábæran dag.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim