Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, september 03, 2004

úfff púfff föstudagurinn langi

já þessi föstudagur var tekinn snemma, 6:15 sem er allt of snemmt í mínum huga. Fór í grænmetisvinnuna og puðaði þar í 6 tíma. Sagði líka upp, svona milli verka......frekar asnalegt, en lét þá plata mig í að vinna meira þar til ég hætti arrrg það er svo auðvelt að plata mig. Fúlt. Þegar við vorum búin að senda allann pakkann til færeyja brunaði ég á ofurhjólafáknum mínum heim með fangið fullt af grænmeti og ávöxtum bölvandi og ragnadi yfir því hvað helv...... bolbrobrekkan sé löng. Mjög stutt sturta og svo brunað aftur af stað á hjólafáknum núna sem betur fer niður bolbro brekkuna. mun betra og fljótlegra. Fór niður á spítala og vann þar til 5. Gummi þessi elska sótti mig, þar sem ég meikaði ekki fleiri brekkur þennan föstudag. Heima beið nú reyndar heil íbúð á haus, já og meina það á haus allt á hvolfi þessa dagana /mánuðina /árin. Veit ekki hvar þetta endar, en nú var mokað almennilega út, og gert gestahæft. Núna kl 23 er búið að þrífa, skrúbba og bóna, borða grillað naut, horfa á Mögungar, setja Ársól í bólið, þvo 7 vélar og tala 2 langlínusímtöl......ahhhh þá er gott að slappa af í sófanum með tölvuna í fanginu.

Á morgun ætlum við að fara til köbenhavn og hitta Guðbjörgu og Vigni og trufla þau aðeins í flutningum, hitta Möttu Hjálmar og Tómas Orra, Helgu Þóri Fjalar Hrafn og bumbuna. Síðan ætlum við að sækja Möggu og Pésa á flugvöllinn á mánudaginn. Ahhh svo þetta verður löng og eflaust góð helgi hjá okkur.

Eigið góða helgi !!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim