Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Núna er Gummi að hita upp fyrir go kart keppnina sem hann og fleiri strákar hérna af Raskinu eru að fara í . Þeir leigja go kart höll og keppa hver við annan. Reyndar fengu Gummi og Ingvi smá forskot á sæluna. því þeir sem skipurleggja fyrir hópa er boðið að koma og prufa brautina. Þeir fóru á mánudaginn og eru held ég ekki enn lausir við strengina. Þeir verða því eitthvað laglegir þegar þeir koma heim já ef þeir skila sér heim yfir höfuð!!

Við skelltum okkur í búðarferð í gær og áætlunin var að dressa mannskapinn upp, alla vega okkur hjónaleysin. Fórum inn í eina búð og stoppuðum í 3. mín, búin að kaupa buxur og jakka á Gumma. Við þræddum síðan búðirnar til þess að ath hvort ég finndi eitthvað sniðugt, en nei nei ég fann ekkert sniðugt, keypti samt tvo boli svona til að koma ekki tómhentur heim. En ég fer bara fljótlega aftur. Dreg einhverja stelpu með mér í þetta skiptið, þær hafa aðeins meira búðar ÞOL en Gummi. Sem er held ég með mjög lítið búðar ÞOL. Kannski er þetta tillaga um doctors verkefni finna Búðarþolsgenið hjá karlmönnum. Ég er viss um að það kæmu flottar niðurstöður úr slíkri rannsókn!! Fara í samkeppni við Decode !!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim