Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, október 21, 2003

Já suma morgna gengur ekkert upp. Svoleiðis var þetta hjá mér í morgun. Gekk reyndar vel þar til átti að fara að hjóla af stað í skólana. Öll fjölskyldan -átti að fara á hjálafákum í þetta sinn, þar sem bíllinn var í tékki. Kom auðvitað í ljós að það var sprungið á húsbóndahjólinu svo hann hljóp upp á strætóstöð. Þegar við Ársól komum í skólastofuna voru allir krakkarnir med íþróttatöskur....kom í ljós að Ársól gleymdi að sýna mér mida um sundferðina, hmmm ég brunaði því heim og náði í sundgræjurnar. Allt náðist á réttum tíma svo þetta virtist vera OK. Nema á leiðinni í spítalann þa datt keðjan af hjólinu mínu og ég þurfti að standa í hjólaviðgerdum í ískunlda öll út í smurningu og veseni. Allt er þegar þrennt er. Eða var það þegar fernt er því nú er líka farið að rigna og ég ekki í regnfötum. Hmmmm Svona geta sumir dagar verið.

Eigið þið góðan og áfallalausan dag!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim