Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, september 09, 2003

Árekstur

nei ekki hjá mér.......en hvað mynduð þið gera ef einhver auli kæmi nú keyrandi og myndi bara ekkert vera að horfa í kringum sig og keyra beint á ykkur.......hehe man eftir einu tilfelli þar sem gaurinn (nefni engin nöfn) sá ekki sex hjóla trailerinn og keyrði fyrir hann og tók ekki eftir neinu fyrr en hann var sóttur og farið var með hann til að sýna honum afleiðingarnar.........ekki meira um það... en allavega ef einhver myndi bara keyra á mig ÓVART þá myndi ég örugglega stökkva út úr bílnum og verða hoppandi brjáluð...........rjúka í gaurinn og húðskamma hann. Ég varð vitni af svona óhappi þar sem einn koma bara á fleyrgiferð á bílastæði og keyrði bara beint inn í annan bíl sem var kyrrstæður????? Hann var örugglega sofandi. Kallinn sem átti bílinn sem keyrt var á kom bara rólegur út úr bílnum og kannaði aðstæður og fyrr en varði var hann farin að klappa hinum manninum á bakið eins og þetta hafi nú bara verið hinn mesti greiði (?????????) Svo skildu þeir bara sem bestu vinir og ætluðu örugglega að hittast á kránni og fá sér tvo öllara. Ég ekki skilja svona.........................

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim