Mánudagurinn 8. september
Góðan dag góðir hálsar ég sem ætla alltaf að vera rosa dugleg að skrifa en svo gerist ekkert. hmmm. Við brölluðum ýmislegt um helgina, á föstudaginn fórum við og gæddum okkur á dýrindis lambi í íslendingafélaginu og hlustuðum á langa ræðu hjá færeyskum stjórnmálamanni og nú er ég miklu fróðari um stjórnarskipanina þar í landi. Siggi nú get ég svarað öllum þínum spurningum um stjórnmál hjá ykkur!!! Fórum síðan í bæinn, þar var allt stútfullt af fólki þar sem það var nú einu sinni menningarnótt. Mjög gaman en við fórum snemma heim þar sem fólk var orðið frekar þreytt. Á laugardaginn fór Ársól í heimsókn til Luisu og þær léku sér saman. Rosa spennandi að fá að fara með henni heim. Olga, Gunnar og stelpurnar komu svo í heimsókn til okkar á laugardaginn frá Horsens. Gerðum samt eiginlega ekkert annað en að borða og blaðra. Ekki leiðinlegt. Kíktum líka á nýju hyttuna hjá Bríet og Benna sem þau voru að kaupa sér, ýkt flott hús, stærra en íbúðin sem þau búa í.
Jæja ég er nú að pæla í að setja í dugnaðar gírinn og taka pínu til, ekki mikið bara smá. Þótt mig langi mest að skríða upp í rúm...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim