Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júní 26, 2003

Ammmmæli og endurkast

Til hamingju með afmælið elsku besta Helga, loksins ertu orðin jafngömul mér, en ekki lengi hehe ég sting þig af eftir tæpa viku......Vona að þú hafir haft það rosa gott á afmælisdaginn ( í gær) en allavega varstu ekki heima þegar ég reyndi að hringja, ég prufa aftur í kvöld.

Það er geggjuð blíða hér núna og ég er búin að vera að bráðna í allan dag. Ég skil ekki hvað málið er með mig og sól, sennilega er ég bara eins og jökullinn, allir sólargeislarnir sem lenda á mér endurkastast af mér og lenda beint á Gumma, frekar fúlt ég vill líka verða brún, en það er víst svona að jöklar verða ekkert brúnir, jú eða kannski bara eftir mikið moldrok- en það er nú kannski frekar langsótt!!!!!!!!! Það væri hægt að nota mig fyrir endurskinsmerki.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim