Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 03, 2008

Nokkur orð frá Pésaling:

Pésakall er loksins farinn að tala eitthvað að ráði, ekki mjög málóða frekar en pabbinn!! En maður getur nú ekki annað en flissað af framburðinum hjá honum...t.a.m eru þessi svolítið sæt:

Diþþsssta: Systa=Ársól
Æþþþþa: Æsa með mikilli áherslu á þonninu!!
toddu: segir sig sjálft komdu
þeþþstu: segir þetta iðulega við Æsu...en hún þykist ekkert skilja hann.
tex: er uppáhaldið helst með súkkulaði ofaná.
íððððð: ís að sjálfsögðu
Æþþþa bída duddu neeeeii: ætli þetta sé ekki lengsta setningin sem ég hef heyrt frá pilt. Heyrist alltaf þega duddan dettur í gólfið, sama hvort Æsa er á staðnum eður ei.

Veit ekki hvort það er tilviljun eða ekki en þá eru mörg orðin tengd Æsu, en hún ýtir eflaust undir það að krakkakúturinn er farinn að tala meira.

1 Ummæli:

Þann 03 september, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þá eru komar tvær Æsur í fjölskylduna. Kveðja,

Æsa Kolfreyja frænka

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim