Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Búin að finna leið sem virkar....svínvirkar meira að segja.

Langaði bara að deila með ykkur stelpur að ég hef fundið þessa líka fínu leið til þess að hressa húðina við, losna við dauðar húðfrumur og allt hitt sem undrakemin gera. Lausnin er að einangra veggi með glerull....þið verðið eins og nýjar eftir þessa meðferð. Fann það núna um helgina þegar ég kom heim eftir að hafa einangrað síðustu veggina og klæjaði eitthvað svo óþyrmilega í andlitið, fór að nudda og viti menn fullt af hárfínum glerullarflísum rifu upp húðina svo sveið undan, dauðar jafnt sem lifandi húðfrumur hrundu af andlitinu og eftir sat eldrautt andlit, silkimjúkt og gljáandi!! ááá þetta var álíka vont og fara í vax en hvað maður lætur sig nú hafa það ik os!

hafið það gott í dag

3 Ummæli:

Þann 20 ágúst, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Hey, á að fara setja þetta efni á krukkur og selja í Kolaportinu? Æskubrunnur eða kannski Urðarbrunnur... viðeigandi nafn á kreminu :)

Þyrftum nú að hittast fljótlega... var alveg brill. sl. föstudagskvöld.

Bjalla á þig fljótlega.. hils. Srós

 
Þann 21 ágúst, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

áts..

 
Þann 23 ágúst, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey Sigurrós er með þessa líka brill hugmynd, verðum að útfæra hana betur.
Takk kærlega fyrir grillið í Heiðmörk, það var snilld.
Guðbjörg.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim