Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, nóvember 19, 2007

Hvurslags eiginlega er þetta með þessa síðu hérna hún uppfærir ekki fréttirnar sjálfkrafa....hnusss. Og þar sem hún á svona afburða latan ritstjóra þá gerist jú bara ekkert hérna inni.

Fékk vægan vott af breytingarskeiðinu sl helgi, tók mig til og breytti og breytti heima. Hefði alveg getað breytt fleiru en þar sem þeir hlutir sem eftir stóðu voru boltaðir niður lét ég það liggja á milli hluta að færa. Það er alltaf svo hressandi að breyta smá og ég get ekki beðið eftir að komast í RISA húsið mitt, þar sem ég get breytt endalaust.

Húsamálin ganga ágætlega, rólega þó. Erum búin að fá fyrstu teikningar samþykktar hjá borginni, þrátt fyrir að þeim fyndist við verða að laga útlitið á húsinu.....þeim fannst það ljótt!!! Jámm en við höfum greinilega bara annan smekk og höldum fast við okkar ákvarðanir og ætlum að byggja okkur stórt og ljótt hús. Núna situr Gumminn sveittur og reiknar og reiknar burðarþol og aðra óskiljanlega hluti. Ég sem hélt að vgætum bara byrjað um leið og borgin segði amen. En nein nei þá þarf að reikna og teikna meira og nákvæmara og ganga úr skugga um að húsið hrynji ekki í fyrsta stormi. Svo þessa daga er ég alenemor á breytingarskeiðinu!! Ekki góð blanda.

1 Ummæli:

Þann 21 nóvember, 2007 , Anonymous Nafnlaus sagði...

hvernig lýsa þessi breytingarskeiðiseinkenni sér?

Kveðja frá Kiðlingi

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim