Kaupstaðaferð lokið
Við skiluðum okkur heim úr kaupstaðnum í gærkvöldi eftir að hafa setið föst á hraðbrautinni í nær klukkutíma.....arrrrg.
Annars var kaupstaðurinn Kaupmannahöfn samur við sig þegar svona sveitafólk kemur í heimsókn, alltaf hægt að villast smá hér og þar.
Á laugardaginn sáum við aðeins framan í Helgu. Þóri, Fjalar, Möttu, Hjálmar og Tómas Orra. Fórum síðan og hittum Þorgeir og Arnborgu þar sem þau sátu á svambli á hótelbarnum.......hehehe, þau voru spræk að vanda og við prófuðum barinn aðeins. þvílíkt flott hótel og bjórinn smakkaðist vel. Eftir smá spjall lá leiðin heim til Guðbjargar og Vignis upp í sveitir kaupmannahafnar, þar sem þau búa. Við fórum síðan öll heim til Melkorku og Frikka þar sem Ársól og Brynja Mjöll duttu svo sannarlega í það að leika sér. Þær eru algjörar prinsessur þegar þær hittast leika bara stanslaust. Melkorka og Frikki voru að leggja lokahönd á íbúðina og voru búin að vera á fullu allan daginn. Púffff erfitt að standa í svona endalausum fluttningum. Fengum rosa góðan mat hjá þeim og það var rosa gaman. Gistum síðan heima hjá Guðbjörgu og Vigni og vöktum þau auðvitað eins og okkur er einum lagið.......(við erum ekki mjög auðveldir gestir vöknum fyrir allar aldir) borðuðum morgunmat í sniðuga eldhúsinu þeirra......takk fyrir okkur krakkar.
Á sunnudag fórum við síðan á ströndina með Helgu Möttu og fjölskyldum. Grilluðum ísl. lambalæri á þakinu hjá Helgu og sátum þar fram í myrkur.
Í gær sóttum við svo tengdó á völlinn og kíktum aðeins í bæinn. Fórum ma í Amelíuborg og Magga ætlaði að taka mynd af okkur fyrir utan höllina, en það fór nú ekki betur en það að þegar við vorum búin að koma okkur vel fyrir öskraði vörðurinn (þessir sem aldrei segja neitt) á okkur og sagði okkur að koma frá höllinni. Magga hrökk í kút og bjóst við að gæinn kæmi hlaupandi með byssustinginn að okkur. Hann var alveg ýkt pirraður og lamdi byssunni niður ef einhver kom of nálægt. Pési lét sér auðvitað ekki segjast og stökk yfir varnargirðingu (já hann getur stokkið ennþá kallinn) sem var í kringum styttu þarna. Auðvitað fór vörðurinn að öskra á hann og sveifla byssustingnum. Púff við Gummi tókum á það ráð að forða okkur og koma okkur í rólegra umhverfi þe hingað til Odense. Ahhhhh það er alltaf gott að koma heim.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim