Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 08, 2004

Brandari dagsins

Ársól á brandara dagsins í gær. Hún var eitthvað að skoða svona gelpúða sem lá á skrifborðinu okkar. "Mamma til hvers er þetta nú eiginlega" og áður en ég gat svarað henni, þá sagði hún " jáá þetta er svona ef þú gerir eitthvað vitlaust þá gerir þú svona" og hún barði hausnum beint á púðann......"þá meiðir þú þig ekki eins mikið".....hahahaha veit ekki hvern hún hefur séð gera þetta......berja hausnum í borðið þegar eitthvað gengur ekki upp!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim