Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, júní 29, 2003

Strandferð og aðeins of mikil sól.

Í gær var svo frábært veður að fjölskyldan ákvað að bregða undir sig betri fætinum og skella sér á ströndina. Keyrðum upp til Kerteminde og fundum okkur góðan sælustað þar sem hægt var að liggja í sólbaði. Fórum auðvitað í sjóinn og við Ársól fórum lengst útí en karlpeningurinn á heimilinu treysti sér ekki, hann vildi ekki bleyta sig, algjör kettlingur, mætti halda að hann hafi verið í lagningu????? Annars var þetta frábær strandferð, en þegar við komum heim komumst við að því að við hefðum verið aðeins of mikið í sólinni þennan daginn, þvi er ég sólbrunnin eins og vant er og Gummi er líka eins og karfi...óvenjulegt að sjá hann roðna. Bítur ekkert á Ársól og gátum ekki séð að hún hefði verið úti.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim