Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, júní 29, 2003

Hjólaæfingar

Hérna á raskinu býr fólk af ýmsum uppruna, fyrir utan alla íslendingana eru spánverjar, kínverjar, færeyjingar, pólverjar, rússar, og nokkrir danir auðvitað. Ég var að horfa á nokkra kínverja sem stóðu í hnapp hérna úti á götu, var að pæla í því hvað þeir væru að gera en svo kom það í ljós að þeir voru að kenna einni í hópnum að hjóla. Þetta byrjaði með því að fjórir kínamenn héldu hjólinu á meðan greyið kínastelpan settist á hnakkinn, síðan fór þessi hersing að mjakast af stað....mér sýndist kínastelpan nú vera dauðhrædd. En eftir tveggja tíma þrotlausar æfingar á gámasvæðinu þá var aðstoðarmönnunum farið að fækka og nú var bara einn strákur sem hélt í bögglaberann og hinir skipuðu fínt klapplið og hvöttu hjólastelpuna áfram.
Minnir mig bara á þegar ég var að læra að hjóla, og pabbi var að hlaupa á eftir hjólinu niður Hæðagarðinn, annað slagið kallaði ég "helduru"??? já auðvitað held ég svaraði pabbi en svo var mig farið að finnast þetta grunsamlegt hvað hann var kominn langt í burtu, varla er hann með svona langar hendur???? og auðvitað þurfti ég að athuga og viti menn pabbi sást hvergi bakvið hjólið og auðvitað fipaðist ég og flaug á hausinn............. áááiiii.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim