Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, september 23, 2008

Erum formlega flutt til fjallaÞað gerðist bókstaflega allt á miðvikudegi til sunnudags í þarsíðustu viku....það var málað fram á nætur, skúrað skrúbbað og bónað. Haldin mamma mía afmælispartý fyrir 20 hressar 11 ára stelpur á föstudagskvöldi. Haldið fjölskylduafmæli á laugardeginum þar sem gestirnir sáu sjálfir um veitingarnar. Ég fékk það hlutvert að kaupa plastglös og mér tókst að klúðra því....hvernig er það hægt. Ég mundi eftir að kaupa þau en þau týndust í látunum. Mamma, Eydís, Magga og Ása áttu heiðurinn af veitingunum og Pétur reddaði rafmagninu, Gummi setti upp eldhúsinnréttinguna og pabbi sá um skápana og Magga sá um þrifin. Hvað gerði ég???? ....týndi pastglösunum!!

Síðan þá hefur verið nánast logn á heimilinu, allir þvílíkt slakir og rólegir. Loksins farið að vinna í venjulegum heimilisstörfum eins og að þvo þvott, vaska upp og elda mat, ásamt öllu hinu sem týnist til. Algjört æði. Hef farið ófáar ferðar upp á loft til þess að gramsa í kössum eftir hinu og þessu. Síðast í gær var gerð allsherjar leit af dósaopnaranum....reyndist ekki auðvelt...þar sem ekkert var skrifað utan á kassana þegar pakkað var ofan í þá!! Gáfulegt. En hann fannst fyrir rest ásamt hvítlaukspressunni.

Síðustu helgi fór sæti litli hundurinn okkar í hundakeppni. Stóð sig með prýði og lenti í fjórða sæti yfir besti hvolpur sýningarinnar. Við vorum að sjálfsögðu afar stoltir "foreldrar". Ársól var þvílíkt montinn og hefur síðan haldið áfram að stilla Æsu upp eins og var gert fyrir dómarana og hlaupa með hana í þríhyrning...finnst þetta mjög spennandi allt saman og í gærkvöldi sofnuðu þær báðar vært á dýnunni hennar Ársólar!!

6 Ummæli:

Þann 02 október, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tíkina:) Trúi því að Ársól sé montin með hana Æsu.
Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn.

Kv. Björg Maggý

 
Þann 02 október, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

til hamingju :)
kv sædís

 
Þann 04 október, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera flutt og gaman að lesa að þú hefur ekki breist neitt með skipulagið...hlökkum til að koma í heimsókn í slotið, í þetta sinn með milliveggjum og innréttingum, kanski að Gummi bjóði upp á eitthvað annað en tyggjó næst (hehe), nema að siðurinn verði ennþá að gestir komi með veitingarnar. Biðjum kærlega að heilsa öllum.
Fjölskyldan Odense

 
Þann 07 október, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

fara samt ekki að koma myndir fyrir fólk einsog mig sem nennir bara ekki að koma í heimsókn? :D

híhí, hlakka til að koma að skoða í næsta saumó
kv ólöf

 
Þann 13 október, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Langaði bara að benda á dagsetninguna... 14. okt!!! Já það er komin miður október. Alveg tímabært að koma með nýja bloggfærslu. ;o)

Kiðlingur

 
Þann 22 nóvember, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

og hvað, er ekkert netsamband í fjöllunum??

p.s. takk fyrir síðast
sædís

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim