Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, apríl 28, 2003

Vá loksins erum við komin heim, útúrreykt og kaffiþembd!! En við erum líka orðin kolonihave-eigendur..............JÚHÚÚÚ. Þetta tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við. Gömlu eigendurnir voru svo sannalega að kveðja húsið sitt og voru frekar vel við skál þegar við komum og enn verri þegar við fórum. Ég hélt að fólk mætti ekki skrifa undir afsal og alla pappíra þegar það er undir áhrifum áfengis,............en danirnir eru nú líka frekar ligeglad með flesta hluti. Svo nú getum við farið að týna arfa og slá gras og fleira skemmtilegt...hehe eða bara liggja í sólbaði þegar hættir að rigna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim