Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, apríl 26, 2003

Auðvitað var Gummi ekki lengi að komast að þessari (góðu) fjárfestingu hjá mér....ekki hægt að halda neinu leyndu fyrir honum. Það lítur út fyrir að við fáum húsið afhent á mánudaginn næsta, frábært. Fólkið sem er að selja húsið er eins og það hafi verið klippt út úr grínmynd!! Hún er pínulítil og önnur löppin er helmingistyttri en hin og hann er ....æææ ég verð bara að taka mynd af þeim og setja hérna inn...þá skiljið þið hvað ég meina, þau eru bara algjört grín, alltaf rök þegar við hittum þau og keðjureykja, Ársól skilur ekkert hvað þau eru alltaf að gera með þessa reykingapinna upp í sér. Vita þau ekki að þau verða gul í framan þegar þau reykja? Þetta er erfitt að útskýra.

Í gær var kveðju og útskriftarpartý fyrir Anný sem var að klára sjúkraþjálfunina og er að flytja heim á Íslandið. Það verður rosa skrýtið þegar hún verður farinn buhuuuu.En partýið var rosa skemmtilegt og allir þessir duglegu enduðu á vertanum.

Gleðilegt sumar (smá seinkun en betra er seint en aldrei), við fögnuðum sumardeginum fyrsta eins og sannir íslendingar og borðuðum íslenskt lambalæri og karmellukartöflum ummmmm þvílíkt gott eins og vanalega, klikkar aldrei.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim